Grindvíkingar lögðu í kvöld heimamenn Þórsara í Þorlákshöfn í Dominos deild karla eftir framlengdan leik, 92-94. Grindvíkingar eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjum sínum á meðan að Þór er í 4.-9. sætinu með einn sigur og tvö töp það sem af er tímabili.

Gangur leiks

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Gestirnir úr Grindavík þó skrefinu á undan eftir fyrsta leikhlutann, 18-22. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram frekar jafn, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er forysta Grindavíkur komin í 7 stig, 36-43.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera Grindvíkingar sig líklega til þess að loka leiknum. Með góðum þriðja leikhluta koma þeir forystu sinni í 14 stig fyrir lokaleikhlutann, 56-70. Í þeim fjórða koma heimamenn þó til baka og fer svo að liðin er jöfn að loknum venjulegum leiktíma, 85-85. Framlengingin sjálf hefði svo geta lent hvoru megin sem er, en að lokum er það Grindavík sem stendur uppi sem sigurvegari, 92-94.

Bestir

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Larry Thomas með 24 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar. Í jöfnu liði Grindavíkur var það hinn eistneski Joonas Jarvelainen sem dróg vagninn með 19 stigum og 6 fráköstum.

Hvað svo?

Grindvíkingar fá Hauka í heimsókn þann 21. janúar á meðan að Þórsarar heimsækja Stjörnuna í MGH degi seinna.

Tölfræði leiks