Fjölnir lagði KR í kvöld með 7 stigum, 75-68 í Dominos deild kvenna. Fjölnir er því með 8 stig eftir leikinn, 4 sigra og tvö töp á meðan að KR er enn án stiga eftir 5 leiki.

Gangur leiks

Heimakonur í Fjölni byrjuðu leik kvöldsins betur, leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 16-22. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo aðeins við forystu sína, munurinn 12 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 44-32.

Í upphafi seinni hálfleiksins eiga KR ágætis áhlaup. Koma muninum minnst niður í 6 stig, 46-40. Fjölnir gerir þó vel í að halda þeim í fjarlægð og eru með 10 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 60-50. Undir lokin gerir KR svo heiðarlega atlögu að Fjölni. Með tveimur þristum þegar um tvær mínútur voru eftir ná þær að koma muninum niður í 6 stig, 70-64. Lengra komast þær þó ekki. Fjölnir sigrar að lokum með 7 stigum, 75-68.

Kjarninn

Nýliðar Fjölnis litu út fyrir að vera númeri of stórar fyrir KR í dag. Barátta KR skilaði þeim þó tækifæri til þess að stela sigrinum á lokamínútunum og með smá lukku hefði þeim mögulega tekist það. Að sama skapi má hrósa Fjölni fyrir að hafa haldið þetta út. Hræringar þeirra með erlenda leikmenn á síðustu dögum virðast hafa borgað sig, þó svo að mögulega hafi þær leikið betri leiki en þennan í vetur.

Bestar

Atkvæðamest í liði Fjölnis var Ariel Hearn með 30 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir KR var það Taryn Ashley Mc Cutcheon sem dróg vagninn með 24 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Hvað svo?

KR tekur á móti Haukum í DHL Höllinni á sama tíma og Fjölnir heimsækir Skallagrím þann 23. janúar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)