Fyrstu deildar kvennalið ÍR hefur samið við Fanndísi Maríu Sverrisdóttur um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Fanndís er 183 cm, 19 ára framherji sem kemur til liðsins frá Fjölni. Þar var hún að skila 6 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik fyrir lið sem vann sig upp í Dominos deildina. í tveimur leikjum með b liði Fjölnis í fyrstu deildinni á þessu tímabili hefur hún skilað 20 stigum og 9 fráköstum að meðaltali. Þá hefur Fanndís einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands.