Elvar Már Friðriksson og Siauliai töpuðu í dag fyrir Vilnius Rytas í úrvalsdeildinni í Litháen, 78-86. Siauliai eru í neðsta sæti deildarinnar, með fjóra sigra og tíu töp það sem af er tímabili

Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði Elvar Már 16 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Siauliai er gegn Prienai CBET þann 31. janúar.

Tölfræði leiks