Elvar Már Friðriksson og Siauliai töpuðu í kvöld fyrir Neptunas í átta liða úrslitum í konunglegu bikarkeppninni í Litháen, 76-91. Leikurinn í kvöld fyrri leikur tveggja, þar sem að Siauliai þarf því að vinna með 16 stigum í seinni til þess að komast í undanúrslit keppninnar.

Á tæpum 32 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Elvar Már 16 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum. Seinni leikur liðanna fer fram komandi sunnudag 10. janúar.

Tölfræði leiks