Earvin Morris mun ekki leika með Haukum í Dominos deild karla á þessu tímabili. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag, en leikmaðurinn hafði ekki náð að spila leik fyrir félagið.

Samkvæmt tilkynningunni þarf Morris frá að hverfa vegna þeirra meiðsla í hnéi sem hafa haldið honum frá vellinum í síðustu leikjum. Mun leikmaðurinn þurfa á aðgerð að halda og munu Haukar vera komnir af stað í að finna mann í hans stað.