Fyrstu deildar lið Njarðvíkur hefur samið hina bandarísku Chelsea Jennings um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili. Jennings er 26 ára, 175cm framherji sem síðast var á mála hjá Gezirt El Ward í Egyptalandi. Kemur hún til liðsins í stað Ashley Gray, sem hóf tímabilið með Njarðvík, en var leyst undan samning vegna meiðsla.

Áður hafði leikmaðurinn einnig leikið sem atvinnumaður hjá XCYDE Angels í Þýskalandi, SISU Copenhagen í Danmörku og Hogsbo Basket í Svíþjóð. Samkvæmt fréttatilkynningu er samningurinn gerður við Jennings með þeim fyrirvara um að leiktíðin í fyrstu deild kvenna fari aftur af stað þetta tímabilið, en ekkert hefur verið leikið í henni vegna samkomutakmarkana síðan í byrjun október.