Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Brooklyn unnu Washington Wizards heimamenn í Nets í spennandi leik, 123-122. Þegar upp var staðið var það troðsla miðherjans Thomas Bryant á lokasekúndum leiksins sem skildi liðin að, en hann var atkvæðamestur fyrir Wizards í leiknum með 21 stig og 14 fráköst. Fyrir Nets var það Kevin Durant sem dróg vagninn með 28 stigum og 11 fráköstum.

Það helsta úr leik Nets og Wizards:

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 122 – 120 Detroit Pistons

Washington Wizards 123 – 122 Brooklyn Nets

Los Angeles Lakers 108 – 94 Memphis Grizzlies

Denver Nuggets 124 – 109 Minnesota Timberwolves

Utah Jazz 130 – 109 San Antonio Spurs

Dallas Mavericks 108 – 118 Chicago Bulls

LA Clippers 112 – 107 Phoenix Suns

Portland Trail Blazers 122 – 137 Golden State Warriors