KR hefur samið við Brandon Nazione um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfesta heimildir Körfunnar þetta fyrr í dag. Nazione er bandaríkjamaður sem er einnig með ítalskt vegabréf og leikur því sem Evrópumaður í deildinni.

Nazione er 204 cm, 26 ára miðherji sem leikið hefur sem atvinnumaður síðan 2016 í Þýskalandi, Argentínu, Úrúgvæ og Portúgal. Fyrir það var hann í bandaríska háskólaboltanum með Eastern Michigan Eagles.