Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Salt Lake City í Utah töpuðu heimamenn í Jazz fyrir liði Phoenix Suns, 106-95. Suns farið nokkuð vel af stað þetta tímabilið með fjóra sigurleiki og aðeins eitt tap á meðan að Jazz hafa unnið tvo og tapað tveimur. Atkvæðamestur fyrir Suns í leiknum var bakvörðurinn Devin Booker með 25 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Jazz var það hinn franski Rudy Gobert sem dróg vagninn með 18 stigum og 14 fráköstum.

Það helsta úr leik Suns og Jazz:

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers 99 – 119 Indiana Pacers

Chicago Bulls 133 – 130 Washington Wizards

Philadelphia 76ers 116 – 92 Orlando Magic

Sacramento Kings 119 – 122 Houston Rockets

New York Knicks 83 – 100 Toronto Raptors

New Orleans Pelicans 113 – 80 Oklahoma City Thunder

Phoenix Suns 106 – 95 Utah Jazz