Véfréttin fékk Hörð Unnsteinsson til sín til þess að fara yfir hvað hefur komið mest á óvart í NBA deildinni hingað til. Fyrstu 20 mínúturnar eða svo er eintal Véfréttarinnar um Dominosdeild Karla. Hringt var í 11 af 12 þjálfurum deildarinnar fyrir þáttinn og staðan tekin.

Trae Young, James Harden, Minnesota Timberwolves, Lakers, Celtics, Suns, Raptors og fleira. Véfréttin tók sig einnig til og spurði Hörð spjörunum úr í útgáfu BLE af “Who he Play for”.

Boltinn Lýgur Ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.