Á dögunum staðfesti Fjölnir að bakvörðurinn Ariana Moorer hefði yfirgefið félagið eftir aðeins þrjá leiki í Dominos deild kvenna.

Moorer er 29 ára bakvörður sem ætti að vera aðdáendum Dominos deildarinnar kunn, en hún lék með liði Keflavíkur tímabilið 2016-17, þar sem hún var lykilleikmaður í Íslands og bikarmeistaraliði félagsins. Tímabilið 2016-17 skilaði hún 17 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í 28 leikjum fyrir Keflavík.

Þetta tímabil náði hún aðeins þremur leikjum með Fjölni. Í þeim skilaði hún 13 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fyrr í mánuðinum kom hin bandaríska Ariel Hearn aftur til liðs við Fjölni, en hún hafði þurft frá að hverfa vegna meiðsla í upphafi tímabils.

Karfan heyrði í Moorer og hún útskýrði sína hlið á málinu.