Dominos deildar lið Njarðvíkur hefur samið við framherjann Antonio Hester um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili. Staðfesti leikmaðurinn þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Hester ætti að vera öllum körfuknattleiksunnendum á Íslandi kunnur, en hann lék með Tindastóli tímabilin 2016-17 og 2017-18, þar sem hann meðal annars vann með þeim bikarmeistaratitilinn.

Í 55 leikjum á þessum tveimur tímabilum skilaði Hester 22 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik. Síðan 2018 hefur hann leikið í Sviss og á Spáni.