Stjarnan hefur samið við AJ Brodeur um að leika með liðinu í Dominos deild karla. Brodeur er bandarískur, 203 cm framherji sem síðast lék fyrir Mitteldeutscher í úrvalsdeildinni í Þýskalandi.

Brodeur er kominn með félagaskipti samkvæmt KKÍ og samkvæmt heimildum Körfunnar hefur hann einnig lokið sóttkví. Því er ekki ólíklegt hann verði með liðinu sem mætir toppliði Keflavíkur í MGH í kvöld.