Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza töpuðu í kvöld fyrir Joventut Badalona í ACB deildinni á Spáni, 88-81. Eftir leikinn eru Zaragoza í 18. sæti deildarinnar með 2 sigurleiki og 10 töp eftir fyrstu 12 leikina.

Atkvæðamestur fyrir Joventut í leiknum var Xabier López-Arostegui með 28 stig og 9 fráköst. Fyrir Zaragoza var það Dylan Ennis sem dróg vagninn með 24 stigum og 7 fráköstum.

Tryggvi lék 26 mínútur í kvöld og skilaði á þeim 6 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hann var með 100% skotnýtingu, öll stigin skoruð með troðslum.

Tölfræði leiks