Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Hauk Helga Pálsson og Morabanc Andorra í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 83-98. Eftir leikinn er Andorra í 9. sæti deildarinnar á meðan að Zaragoza er í því 15.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Haukur Helgi 8 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá lék Tryggvi Snær tæpar 17 mínútur fyrir Zaragoza og setti á þeim 9 stig, tók 3 fráköst, gaf stoðsendingu og varði 2 skot.

Tölfræði leiks