Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza lögðu í kvöld hina ungversku Falco Szombathely í Meistaradeild Evrópu, 85-76. Zaragoza eftir leikinn í efsta sæti D riðils með þrjá sigra úr þremur leikjum.

Á tæðum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 12 stigum og 2 fráköstum, en hann var með 100% skotnýtingu af vellinum í kvöld. Næsti leikur Zaragoza er útileikur á móti Falco Szombathely þann 22. desember.

Tölfræði leiks