Hjálmar Stefánsson, Tómas Þórður Hilmarsson og Aquimisa Carbajosa lögðu Reina Yogur Clavijo CB í kvöld í Leb Plata deildinni á Spáni, 68-82. Eftir leikinn er Carbajosa í 7. sæti austurhluta deildarinnar með fjóra sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á 7 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Hjálmar 5 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Tómas Þórður lék 20 mínútur, skoraði 3 stig, 5 fráköst, stoðsendingu og 3 varin skot.

Tölfræði leiks