Hjálmar Stefánsson, Tóma Þórður Hilmarsson og Aquimisa Carbajosa töpuðu í kvöld fyrir Baloncesto CDP í Leb Plata deildinni á Spáni, 77-58. Carbajosa eftir leikinn í 6.-7. sæti austurhluta deildarinnar með fimm sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Hjálmar lék 18 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hann 9 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu. Tómas Þórður lék 12 mínútur, komst ekki á blað í stigaskorun, en tók 4 fráköst.

Næsti leikur liðsins er á nýju ári, 3. janúar gegn NCS Alcobendas.

Tölfræði leiks