Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers töpuðu í gærkvöldi fyrir Georgia Tech Yellow Jackets, 75-64. Það sem af er tímabili hafa Cornhuskers unnið þrjá leiki og tapað tveimur.

Þórir lék 26 mínútur í leiknum og skoraði 2 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal einum bolta. Næst leikur liðið komandi laugardag gegn Creighton Bluejays.

Tölfræði leiks