Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers töpuðu í nótt fyrir Creighton Bluejays í bandaríska háskólaboltanum, 74-98. Huskers hafa því það sem af er vetri tapað þremur leikjum og unnið þrjá.

Þórir Guðmundur var í byrjunarliði Huskers í leiknum og spilaði 28 mínútur. Á þeim skilaði hann 8 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum. Næst leikur liðið gegn Wisconsin Badgers þann 22. desember.

Tölfræði leiks