Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Akron Zips í kvöld í bandaríska háskólaboltanum, 67-60. Cardinals því komnar með þrjá sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.

Thelma Dís komst ekki á blað í stigaskorun í leiknum en hún skilaði þremur fráköstum og stoðsendingu í leiknum. Næsti leikur Cardinals er gegn sama liði, Akron Zips, á gamlársdag 31. desember.

Tölfræði leiks