Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals töpuðu í nótt öðrum leik tímabils síns í bandaríska háskólaboltanum fyrir IUPUI Jaguars, 73-49, en á dögunum lágu þær einnig fyrir Milwaukee Panthers. Næsti leikur þeirra er gegn Eastern Michigan Eagles komandi fimmtudag.

Líkt og í fyrri leiknum gegn Panthers var Thelma Dís atkvæðamest í nótt gegn Jaguars. Á 38 mínútum spiluðum skilaði hún 10 stigum, 10 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks