Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals unnu í kvöld lið Western Kentucky Lady Toppers í bandaríska háskólaboltanum, 58-54. Leikurinn sá fyrsti sem liðið vinnur þetta tímabilið, en áður höfðu þær tapað þremur leikjum. Næst leika þær gegn Ohio State Buckeys þann 10. desember.

Thelma Dís var sem áður atkvæðamikil fyrir Ball State í leiknum, skilaði 15 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks