Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Brooklyn unnu gestir Memhis Grizzlies góðan sigur á heimamönnum í Nets eftir franlengdan leik, 116-111. Í lið Nets vantaði þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sem báðir hvíldu leikinn. Þá meiddist besti leikmaður Grizzlies Ja Morant eftir 13 mínútna leik. Var það Kyle Anderson sem tók við kyndlinum af Morant og leiddi liðið til sigurs, skilaði 28 stigum og 7 fráköstum í leiknum. Í stjörnulausu liði Nets var það Caris LeVert sem dróg vagninn með 28 stigum og 11 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Nets og Grizzlies:

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 120 – 128 Atlanta Hawks

Memphis Grizzlies 116 – 111 Brooklyn Nets

Utah Jazz 110 – 109 Oklahoma City Thunder

Houston Rockets 111 – 124 Denver Nuggets

Portland Trail Blazers 115 – 107 Los Angeles Lakers