Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers gerðu sér lítið fyrir og unnu Kansas State Wildcats í gærkvöldi í bandaríska háskólaboltanum, 81-68. Sigur Tigers nokkuð merkilegur þar sem að þeir eru í annarri deild háskólaboltans en Wildcats þeirri fyrstu. Mun þetta vera í fyrsta skipti síðan árið 1945 sem að Wildcats tapa fyrir liði úr neðri deild. Fort Hays eru 1-3 það sem af er tímabili.

Bjarni Guðmann var í byrjunarliði Tigers og lék 22 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 12 stigum, frákasti, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Hér fyrir neðan má sjá fögnuð Fort Hays í klefanum eftir leik: