Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners unnu sinn annan sigur í röð á heimavelli er liðið lagði Braunschweig eftir framlengdan leik í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 103-98. Eftir leikinn eru Skyliners í 8. sæti deildarinnar eftir fyrstu átta umferðirnar, með þrjá sigra og fimm töp.

Á rúmum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel sínu, 13 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Einkar skilvirkur leikur hjá landsliðsmanninum, sem var annar í framlagi fyrir sitt lið í kvöldNæsti leikur þeirra í deildinni er þann 30. desember gegn Giessen.

Tölfræði leiks