Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs töpuðu í kvöld fyrir Eastern Kentucky Colonels í bandaríska háskólaboltanum, 62-45. Liðið því búið að vinna tvo leiki, en tapa fjórum það sem af er tímabili.

Sigrún Björg var í byrjunarliði Mocs í kvöld og lék 15 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hún þremur stigum, frákasti og tveimur stoðsendingum. Næst leikur liðið komandi sunnudag 20. desember gegn Georgia Southern Eagles.

Tölfræði leiks