KKÍ hefur frestað þeim leikjum sem fara áttu fram í desember. Samkvæmt fréttatilkynningu sambandsins mun vinna við breytt leikjadagatal standa yfir, en vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar.

Tilkynning:

Í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra um framlengingu sóttvarnarráðstafana til 9. desember er öruggt að ekki verður keppt frekar í körfubolta 2020. Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni.

Skrifstofa KKÍ vinnur að breyttu leikjadagatali, sem verður kynnt félögunum seinna í desember.