Körfuknattleiksverslunin Miðherji mun styrkja Minningarsjóð Ölla um körfuboltaskó til iðkenda íþróttarinnar sem ekki eiga kost á að kaupa skó vegna aðstæðna. Samkvæmt pósti sjóðsins á samfélagsmiðlum fyrr í dag eru þjálfarar og forráðamenn félaga sérstaklega hvattir til að senda þeim línu á síðu sjóðsins ef þeir vita um iðkanda sem vantar nýja skó.

Minningarsjóður Ölla hóf starfsemi haustið 2013 og hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna.