Martin Hermannsson og Valencia mátt þola tap í kvöld fyrir Crvena Zvezda MTS Belgrade í EuroLeague, 76-73. Valencia er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Martin lék rétt rúmar 14 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks