Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið Acunsa GBC í ACB deildinni á Spáni, 101-75. Valencia eftir leikinn í 7.-8. sæti deildarinnar ásamt Unicaja með 9 sigurleiki og 6 töp það sem af er tímabili.

Martin átti einkar góðan leik fyrir Valencia í dag. Á tæpum 23 mínútum spiluðum skilaði hann 17 stigum og 5 stoðsendingum, en hann leiddi liðið í stigaskorun og var annar í framlagi í leiknum.

Tölfræði leiks