Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Baskonia eftir framlengdan leik í EuroLeague, 71-70. Valencia er eftir leikinn í 6.-7. sæti deildarinnar ásamt Zalgiris Kaunas með 10 sigra og 7 töp það sem af er tímabili.

Martin átti fínan leik í kvöld. Þar sem hann meðal annars setti niður tvö víti þegar tæp hálf mínúta var eftir til þess að koma liðinu einu stigi frá, 71-70. Á rúmum 16 mínútum spiluðum í heildina skilaði hann 9 stigum, 2 fráköstum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks