Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Urbas Fuenlabrada í spænsku ACB deildinni, 61-68. Eftir leikinn er Valencia í 9. sæti deildarinnar með 6 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Fuenlabrada í kvöld var Melo Trimble með 15 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir Valencia var það Nikola Kalinic sem dróg vagninn með 12 stigum, 7 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Martin átti góðan leik fyrir Valencia í kvöld. Á tæpum 18 mínútum spiluðum skilaði hann 11 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks