Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld stórlið Barcelona í spænsku ACB deildinni, 90-100. Eftir leikinn er Valencia í 11. sæti deildarinnar með 5 sigra og 6 töp eftir fyrstu 11 leikina.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Bojan Dubljevic með 24 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Barcelona var það Nikola Mirotic sem dróg vagninn með 20 stigum og 9 fráköstum.

Martin kom lítið við sögu í leiknum þar sem hann fór úr fingurlið eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Staðfesti hann það við vefmiðilinn mbl eftir leik, en fyrir það hafði honum tekist að stela einum bolta. Samkvæmt Martin mun hafa verið um litla fingur vinstri handar, en slíkt hið sama hefur gerst með fingurinn áður, bæði með KR og þar sem hann lék síðast með Alba Berlin.

Tölfræði leiks