Tímabilið í NBA deildinni hófst þann 22. desember síðastliðinn. Líkt og síðustu ár er sérstakt fyrirkomulag á Jóladag, þar sem að leikið er frá eftirmiðdegi fram á rauða nótt. Eftir nokkurra ára fjarveru tilkynnti Stöð 2 Sport að leikir Jóladags yrðu sýndir hjá þeim, en þeir eru að sjálfsögðu einnig aðgengilegir í gegnum NBA League Pass.

Dagskrá:

New Orleans Pelicans / Miami Heat – Kl. 17:00

Milwaukee Bucks / Golden State Warriors – Kl. 19:30

Boston Celtics / Brooklyn Nets – kl. 22:00

Los Angeles Lakers / Dallas Mavericks – Kl. 01:00

Denver Nuggets / LA Clippers – Kl. 03:30