NBA meistarar Los Angeles Lakers hafa framlengt samning sínum við LeBron James út 2022-23 tímabilið. Mun þessi framlenging færa James litlar 85 miljónir dollara á tveimur árum. Sá samningur sem James var með fyrir hefði ekki runnið út næsta sumar, en leikmaðurinn hefði þá haft val um hvort hann myndi semja við annað lið þá eða halda áfram og leika síðasta ár samningsins.

Nýtt tímabil hefst í NBA deildinni þann 22. desember, en Lakers munu í fyrsta leik taka á grönnum sínum, vonbrigðaliði síðasta tímabils, LA Clippers í fyrsta leik.