Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Dallas máttu heimamenn í Mavericks þola tap fyrir Charlotte Hornets, 118-99. Nýliðinn LaMelo Ball atkvæðamestur fyrir Hornets í leiknum með 22 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var það Tim Hardaway Jr. sem dróg vagninn með 18 stigum.

Það helsta úr leik Hornets og Mavericks:

Úrslit næturinnar:

Memphis Grizzlies 107 – 126 Boston Celtics

Atlanta Hawks 141 – 145 Brooklyn Nets

Milwaukee Bucks 108 – 119 Miami Heat

Charlotte Hornets 118 – 99 Dallas Mavericks

Los Angeles Lakers 121 – 107 San Antonio Spurs

Portland Trail Blazers 105 – 128 LA Clippers