Heilbriðisráðherra Svandís Svavarsdóttir tilkynnti fyrr í dag að það bann sem er á afreksíþróttastarfi í landinu yrði framlengt um viku í hið minnsta til 9. desember næstkomandi. Fréttir sem hafa farið heldur illa ofan í áhengendur körfuknattleiks, sem einhverjir skilja illa hvernig það megi vera að slík afstaða sé tekin gegn íþróttinni hér á landi, ólíkt bæði nágrannaríkjum, sem og öðrum ríkjum Evrópu.
Hér fyrir neðan gefur að líta nokkrar þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið við ákvörðun yfirvalda á Twitter í dag:
Það eru gríðarleg vonbrigði að æfingar á afreksstigi og framhaldsskólaaldri verði ekki leyfðar, þó það væri með öllum þeim takmörkunum sem áður hafa tíðkast (2m reglan, einstaklingsbundinn búnaður).
— 𝕾𝖓𝖔𝖗𝖗𝖎 Ö𝖗𝖓 🏀 (@snorriorn) December 1, 2020
Þetta er galið fyrirkomulag #korfubolti
Áfram heldur bullið. ÍSÍ auðvitað mætt til að berjast fyrir sitt fólk…. eða nei hafa engan áhuga á því. #korfubotli #fotbolti #handbolti #ÍSÍ pic.twitter.com/yIBW6PlaKH
— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) December 1, 2020
Síðan hvenær fórum við að hætta að bera okkur saman við aðrar þjóðir, td Norðurlönd, og fylgja þeim sem oftast vita betur? Leyfið íþróttafólki að minnsta kosti að æfa! Meiri andskotans fíflagangurinn sem þetta er orðið…
— Sævar Sævarsson (@SaevarS) December 1, 2020
Áfram æfinga- og keppnisbann í boði VG þrátt fyrir að önnur lönd leyfi íþróttir. Þrátt fyrir að sérfræðingar og vísindamenn hér heima bendi á ákveðnar staðreyndir. Í VG er fólk sem hefur aldrei stundað íþróttir, hefur engan skilning á þeim, engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi.
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) December 1, 2020
300.000 manna þjóðin sem við erum hefur ekki komist á öll þessi stórmót með því að æfa MINNA en allir hinir 🙃 afreksíþróttaheimurinn hefur ekki tekið meira og minna 9 mánaða pásu, nema á Íslandi! #iþrottir #korfubolti
— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) December 1, 2020
Er einhver fjölmiðill sem er til að gera ýtarlega grein um hvað Þórólfur hefur gert í lífinu, forvitinn um afhverju hann telur sig vita betur en allir aðrir sóttvarnalæknar í heiminum.
— Halldór Karl Þórsson (@HalldorKT) December 1, 2020
Nú heyrir maður að ekki bara erlendir leikmenn vilji komast í burtu héðan heldur eru íslenskir leikmenn í deildinni farnir að huga að brottför. Komast í burtu frá Íslandi og geta stundað sína íþrótt í friði.Líklega er skaðinn skeður og því miður varanlegur.
— Teitur Örlygsson (@teitur11) December 1, 2020
Stelpurnar sem ég þjálfa hafa ekki keppt síðan í byrjun nóvember 2019. Hvernig í ósköpunum eigum við að halda börnum í íþróttum ef það er engin gulrót? Þær eru að nálgast aldurinn þar sem mest brotfall er hjá stelpum. Á þessum aldri er keppni hápunkturinn hjá nær öllum börnum.
— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) December 1, 2020
Ákvörðun dagins er rothögg fyrir íþróttahreyfinguna. Það mun taka langan tíma að rétta skútuna af. Það er í raun sorglegt að horfa upp á þetta. Ríkisstjórnin lætur sér í léttu rúmi liggja og virðist skorta áhuga og skilning á afreksstarfi. Því miður.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 1, 2020
Jesús. 🤦🤬
— ragnar örn bragason (@ragnarrnbragaso) December 1, 2020
— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) December 1, 2020
Allaf gaman að sjá stjórnmálamenn fyrsta á vagninn þegar íslenskt íþróttafólk nær árangri ..
— Guðmundur Magnússon (@GummiMagnusson) December 1, 2020
Aldrei verið jafn andlega þung og eftir þessar fréttir, halló hæ, hleypið okkur inn í íþróttahúsin! #korfubolti pic.twitter.com/TYSKGQdUbl
— Margrét Ósk (@Maggaosk) December 1, 2020
Er ég að miskilja eða er ekkert Covid-19 í gangi í körfuboltanum út í hinum stóra heimi?
— Sturla Stígsson (@sturlast) December 1, 2020
Íþróttir skipta svo ógeðslega miklu máli fyrir geðheilsu fólks. Komin tími á að ríkisstjórnin setjist niður með ÍSÍ til að fara yfir málin og forgangsraði öllum íþróttum eftir áhættuþáttum. Covid er ekki að fara á morgun og nýtt bóluefni er ekki að koma með sveinka.
— Thorlakur Arnason (@ThorlakurA) December 1, 2020
Er ekki neinn í hreyfingunni til í að taka þátt í þessu með okkur?https://t.co/TDRWappuRK
— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) December 1, 2020
Þjóðarhöll sem stenst ekki alþjóðleg viðmið, einn elsti þjóðarleikvangur heims og íþróttafólkið okkar má ekki einu sinni æfa þegar allar aðrar Evrópuþjóðir mega keppa.
— Kjartan Atli (@kjartansson4) December 1, 2020
Óhætt að segja að aðstæðurnar fyrir afreksfólkið okkar séu ekki góðar.
Þegar 9. desember rennur upp hefur íþróttastarf ungmenna og fullorðinna verið bannað eða takmörkunum háð í 156 daga samtals. 45% af árinu.
— Ingólfur Sigurðsson (@ingolfursig) December 1, 2020
Mynd / Stjórnarráðið