Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners töpuðu í kvöld fyrir Giessen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi, 74-75. Eftir leikinn eru Skyliners í 11. sæti deildarinnar með þrjá sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón 8 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur liðsins er komandi laugardag 2. janúar gegn Mitteldeatuscher.

Tölfræði leiks