Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu í kvöld lið Medi Bayreuth í þýsku Bundesligunni, 104-86. Skyliners eftir leikinn í 12. sæti deildarinnar með tvo sigurleiki og fjögur töp það sem af er tímabili.

Jón Axel var góður fyrir Skyliners í leiknum. Á rúmri 31 mínútu spilaðri skilaði hann 25 stigum, 2 fráköstum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta. Næst leika þeir gegn Crailsheim komandi þriðjudag 22. desember.

Tölfræði leiks