ÍR hefur samkvæmt Vísi áfrýjað dómi sem féll félaginu í óvil þann 17. nóvember síðastliðinn, en í honum var þeim gert að greiða miðherjanum Sigurði Gunnari Þorsteinssyni um tvær miljónir.

Um var að ræða laun sem leikmaðurinn taldi vangoldin, en félagið taldi að ekki þyrfti að greiða. Líkt og tekið var fram vann Sigurður Gunnar málið fyrir héraðsdómi í nóvember, en ÍR hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar. Ekki er tekið fram hvenær málið verður tekið fyrir