Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia komust aftur á sigurbraut í gærkvöldi með góðum 110-79 sigri á Nou Basquet Paterna í spænsku EBA deildinni. Valencia eru sem áður í efsta sæti E-A hluta deildarinnar með tíu sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Hilmar Smári vat atkvæðamikill fyrir liðið í leiknum, á um 22 mínútum spiluðum skilaði hann 13 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tölfræði leiks