Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra lögðu Real Betis í dag í spænsku ACB deildinni, 72-55. Eftir leikinn er Andorra í 8. sæti með 6 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Framlagshæstur fyrir Andorra í leiknum var Babatunde Olumuyiwa með 6 stig, 9 fráköst og stoðsendingu. Hjá Betis var það Youssou Ndoye sem dróg vagninn með 11 stigum og 4 fráköstum.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í dag skilaði Haukur Helgi 5 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks