Haukur Helgi Pálsson og félagar í Morabanc Andorra lögðu í kvöld Retabet Bilbao í spænsku ACB deildinni, 76-85. Eftir leikinn er Andorra í 10. sæti deildarinnar með 5 sigra og 4 töp það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Bilbao í leiknum var Felipe Dos Anjos með 8 stig og 10 fráköst. Fyrir Andorra var Jeremy Senglin bestur, setti 30 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Haukur Helgi lék tæpar 22 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum og 4 fráköstum.

Tölfræði leiks