Haukur Helgi Pálsson og Morabanc Andorra máttu þola tap í kvöld fyrir AS Monaco í EuroCup, 66-64. Þrátt fyrir tapið er Andorra komið upp úr riðli sínum í keppninni, þar sem þeir höfðu fyrir leik kvöldsins tryggt sér 4. sæti C riðils keppninnar.

Haukur Helgi lék rúmar 18 mínútur í kvöld og skilaði á þeim 5 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks