Haukur Helgi Pálsson og félagar í Morabanc Andorra töpuðu í kvöld fyrir Acunsa GBC í ACB deildinni á Spáni, 86-82. Eftir leikinn er Andorra í 13. sæti deildarinnar með fimm sigurleiki og 9 töp það sem af er tímabili.

Haukur Helgi var næst stigahæstur í liði Andorra í kvöld með 16 stig, við það bætti hann svo 2 fráköstum og 3 stolnum boltum, en hann lék rétt tæpar 25 mínútur í leiknum.

Tölfræði leiks