Elvar Már Friðriksson og félagar í Siauliai lögðu Neptunas í bikarkeppninni í Litháen. Mun þetta vera þriðji sigur liðsins í röð, sem byrjaði tímabilið á sjö tapleikjum í röð.

Elvar, sem var á dögunum valinn leikmaður mánaðarins í LKL deildinni, hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum. Á tæpum 26 mínútum spiluðum skilaði hann 5 stigum, frákasti, 9 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Tölfræði leiks