Elvar Már Friðriksson og félagar í Siauliai töpuðu í dag fyrir Pieno Zvaigzdes í LKL deildinni í Litháen, 87-64. Eftir leikinn er Siauliai í 10. sæti deildarinnar með 2 sigra og 8 töp það sem af er deildarkeppni.

Líkt og svo oft áður var Elvar Már með atkvæðameiri leikmanna sinna manna í leiknum, skilaði 15 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum á rúmum 33 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks