Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Upphaflega áttu þeir að vera þrettán, en vegna Covid-19 var leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets frestað. Allir voru leikirnir þeir fyrstu sem liðin spila á þessu tímabili, en deildin fór formlega af stað í fyrradag með tveimur opnunarleikjum þegar að Clippers lögðu Lakers og Nets kjöldrógu Warriors.

Í Denver töpuðu heimamenn í Nuggets nokkuð óvænt fyrir Sacramento Kings eftir framlengdan leik, 122-124. Líkt og tölurnar gefa til kynna var spennan nokkuð mikil undir lok leiksins og var það aðeins lokakarfa Buddy Hield sem skildi liðin að.

Tölfræði leikja

Úrslit næturinnar

Charlotte Hornets 114 – 121 Cleveland Cavaliers

New York Knicks 107 – 121 Indiana Pacers

Miami Heat 107 – 113 Orlando Magic

Washington Wizards 107 – 113 Philadelphia 76ers

Milwaukee Bucks 121 – 122 Boston Celtics

New Orleans Pelicans 113 – 99 Toronto Raptors

Atlanta Hawks 124 – 104 Chicago Bulls

San Antonio Spurs 131 – 119 Memphis Grizzlies

Detroit Pistons 101 – 111 Minnesota Timberwolves

Sacramento Kings 124 – 122 Denver Nuggets

Utah Jazz 120 – 100 Portland Trail Blazers

Dallas Mavericks 102 – 106 Phoenix Suns

Oklahoma City Thunder – Houston Rockets frestað